Vinnureglur um afgreiðslu leyfa hjá kennurum

Uppfært 1.8.2020

Vinsamlegast ræðið fyrirhugað leyfi við ykkar deildarstjóra. Leyfisbeiðnum (YD) er svo skilað inn til Ragnheiðar deildarsstjóra.

Samræmdar vinnureglur  um afgreiðslu leyfisbeiðna kennara við Lágafellsskóla og Varmárskóla.

 1. Kennari í framhaldsnámi, sem starfað hefur lengur en 3 ár við grunnskóla bæjarins,  getur óskað eftir launuðu leyfi í 15 kest. eða sem svarar þremur dögum á önn til að sækja staðbundnar lotur vegna formlegs framhaldsnáms sem nýtist viðkomandi  í starfi sínu sem kennari. Gert er ráð fyrir að náminu ljúki með prófgráðu. Sækja þarf um leyfið áður en sótt er um framhaldsnámið.

 2. Kennari í framhaldsnámi, sem starfað hefur skemur en 3 ár við grunnskóla bæjarins, getur óskað eftir launuðu leyfi í 10 kest. á skólaári og kemur það í stað leyfis til endurmenntunar.

 3. Kennarar geta óskað eftir launuðu leyfi í 10 kest. eða sem svarar tveimur dögum á skólaári til að sækja endurmenntun sem nýtist viðkomandi í starfi sínu eða gagnast skólanum.

 4. Kennarar geta óskað eftir allt að þriggja daga leyfi á skólaárinu og unnið af sér sem hér segir:

 

 • Kennari vinnur af sér kennslustundir leyfisdaganna en þó að lágmarki 5 kennslustundir fyrir hvern leyfisdag.

 •  

 • Kennari semur við skólastjóra um annan viðverutíma þá daga sem hann fær leyfi.

 •  

 • Sömu reglur gilda um starfsdaga, bæði á skólaárinu og í upphafi og lok skólaárs.

 •  

 • Leyfi umfram 3 daga eru launalaus.

 

 

Í öllum tilvikum er miðað við starfsmann í 100% starfi. Þeir sem eru í skertu starfshlutfalli geta óskað eftir leyfi í réttu hlutfalli við stöðugildi sitt.

 

Leyfisbeiðnir þurfa að berast með góðum fyrirvara.

Sækja þarf um öll leyfi til skólastjóra og eru þau háð samþykki hans.

Sá sem sækir um leyfi þarf að finna fyrir sig afleysingakennara.

Þurft getur að takmarka fjölda leyfa í hvert sinn